Samstarfsaðilar verkefnisins

Samstarfsverkefni verkefnisins samanstendur af 6 aðilum frá Bretlandi, Búlgaríu, Finnlandi, Íslandi, Ítalíu og Spáni. Verkefnið er samræmt af aspire-igen, stærstu þjálfunar- og starfsgreinasamtökunum í Yorkshire og Humber svæðinu í Bretlandi.

Aspire-igen.webp

Aspire-igen hópurinn er fyrirtæki sem ekki er rekið til hagnaðar. Fyrirtækið hefur yfir 25 ára reynslu af því að veita fólki þjónustu er varðar leiðsög við atvinnuleit/starfsferil, atvinnustuðning og þjálfun fyrir jaðarsetta/viðkvæma hópa. Félagið hefur tekið þátt í yfir 75 alþjóðlegum verkefnum frá árinu 1992, rannsóknar- og þróunarteymið skilar framúrskarandi auðlindum, þjálfun og tækjum sem uppfylla kröfur nútímans um starfsleiðbeiningar, menntun og starfshæfni. Aspire-igen er viðurkennd sem miðstöð ágætis af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem styður þróun leiðsagnarstefnu á vettvangi ESB sem Bretlands Euroguidance Center

 

cesie-logo.png

CESIE eru frjáls félagasamtök sem ekki eru rekin í hagsmunaskyni. Samtökinn efla menningarlega, félagslega, menntunnar og efnahagslega þróunn á staðbundnu, innanlands, evrópsku og alþjóðlegu stigi. Samtökinn voru sett á laggirnar í Palermo (Ítalía) árið 2001 og með innblæstri af vinnu Danilo Dolci, leggur CESIE sitt að mörkum til grósku og þróunnar í gegnum virka þátttöku einstaklinga, borgaralegs samfélags og stofnanna, sem einblína sína vinnu á rannsóknum á félagslegum þörfum og áskorunum jafnframt notkunn nýstárlegra námsaðferða. Samtökinn eru viðurkennd af European Commission sem evrópsk frjáls félagasamtök og eru studd af Framework Partnership Agreement með DG EAC, CESIE leggur virka áherslu á að tengja rannsóknir við framkvæmd í gegnum notkunn hefðbundinna og óhefðbundinna lærdóms aðferða. Skipulaginu er skipt í 6 þemueiningar sem vinna í samvinnu og stjórna starfsemi á sérsviðum sínum: Háskólamenntun og rannsóknir; Réttindi og réttlæti; Fullorðinn, búferlaflutningar; Skóli; Æskan. Einingarnar eru studdar af þrem svæðabundnum deildum (staðbundin, evrópsk og alþjóðleg) og fjórum fyrirtækjareknum skrifstofum (Sýnileika og samskipta deild, tengslanet, mannauðsdeild, fjármáladeild). Höfuðstöðvar CESIE eru staðsettar í Palermo, og staðbundin útibú eru í Indlandi, Nepal og Senegal.

 

Fundacion INTRAS logo.png

INTRAS eru samtök sem ekki eru rekinn í hagsmunaskyni. Samtökin, sem stofnuð voru í ágústmánuði árið 1994, leggja áherslu á hágæða rannsóknir og íhlutun innan málaflokks geðheilbrigðis. INTRAS starfar aðalega í Valladolid héraði og í Zamora héraði, þar sem starfandi eru tíu mismunandi starfstöðvar (forvarna vinnustofur, dagdeildir, dvalarheimili, íbúðir undir eftirliti, ofl). Á síðasta ári, þjónustuðum við 2.065 einstaklinga, með teymi sem samanstendur af 264 faglærðu starfsfólki (geðlæknar, sálfræðingar og fagaðilar frá félags- og menntamála geiranum) sem framkvæmdu rannsóknir, þjálfanir og klínísk störf. Aðal markhópur samtakana samanstendur af fólki sem þjáist af alvarlegum og langvinnum geðsjúkdómum, auk þess sem samtökin bjóða uppá þjónustu til fatlaðs fólks og einstaklinga sem eru í áhættu að upplifa félagslega útilokun almenn. 
Þróunn þjónustu okkar og prógramma eru byggð á batatengdri nálgun, sem 
gerir notendum kleift að öðlast sjálfsákvörðunarrétt og lifa sjálfstraustara lífi sem endurspeglar hugsanlegar óskir þeirra og veitir þeim meðferð og þjálfunaráætlanir. Við þróum starfsemi og bjóðum upp á mismunandi þjónustu fyrir markhópa okkar, svo sem sálfélagslegar og vinnuendurhæfingaráætlanir, starfs- og starfsþjálfun, námskeið fyrir vinnu auk ráðgjafar og faglegrar leiðsagnar / markþjálfun.

 

Finland_Learnmera logo.webp

Learnmera Oy er einkafyrirtæki fyrir menntun og þýðingar á stór Helsinki svæðinu, sem býður uppá fyrirtækja tungumála kennslu, þýðinga og prófakalestursþjónustu. Boðið er uppá áfanga í öllum megin norðurlanda og evrópu málum, auk byrjenda áföngum í ensku, finnsku, sænsku, frönsku, þýsku og rússnesku. Learnmera Oy hefur töluverða reynslu í sköpun auðlinda til fræðslu, vefsíðusköpun og uppbyggingu appa og starfsnámskeiða á netinu. Ókeypis útgefið tungumálanám og menningarefni á netinu hefur haft mörg hundruð þúsund niðurhöl til þessa dags. Learnmera Oy hefur tekið virkan þátt í mismunandi evrópu verkefnum frá árinu 2008. Auk ofangreindum þjónustum, veitir Learnmera Oy einnig upplýsingatækniþjónustu sem sérstaklega er beint að viðskiptavinum fyrirtækja og stofnunum sem vilja bæta viðmót viðskiptavina sinna og viðveru á samfélagsmiðlum.

 

www.learnmera.com

www.thelanguagemenu.com

Veronica Gelfgren

veronica@learnmera.com

+358 45 169 5454

 

bfe-logo.jpeg

Business Foundation for Education (BFE) eru búlgörsk félagasamtök sem stofnuð voru árið 2005 til að starfa í þágu almennings. Stofnunin er viðurkenndur leiðtogi á sviði símenntunar og starfsráðgjafar í Búlgaríu. Frumkvæði hennar hjálpaði til við að vekja athygli þeirra sem hafa ákvarðanavald, menntasérfræðinga, vinnuveitenda, skólameistara og almennings um ávinninginn af símenntun fyrir allar kynslóðir. Frá árinu 2005 hefur BFE:

• Verið fulltrúi Global Career Development Facilitator áætlunarinnar þar sem yfir 1000 starfsráðgjafar hafa verið þjálfaðir og vottaðir.

• Komið á fót neti 37 háskólamiðstöðva.

• Hjálpað til við að koma á fót svæðisbundnum starfsþróunarstöðvum fyrir nemendur og starfandi.

• Staðið fyrir tilraunaverkefni starfsklúbbs í skólum sem voru margfaldaðir á landsvísu af menntamálaráðuneytinu sem leiðbeiningarlíkan í skólum.

• Tekið þátt í þróun áætlunarinnar um gagnvirka námsbraut í skólastarfi.

• Þróað aðferðafræði við starfsnám sem var samþykkt í opinberri stjórnsýslu, háskólanámi og einkafyrirtækjum.

• Innleitt innlendar starfsleiðbeiningar- og starfskannakannanir meðal ungs fólks og námsmanna.

• Samhæft og tekið þátt í meira en 40 evrópskum og innlendum verkefnum sem beint var að persónulegri og starfsþróun, frumkvöðlastarfi, félagslegri aðlögun og nýstárlegum þjálfunaraðferðum.

 

hugarafi.jpg

Hugarafl (e. Mindpower) eru notendastýrð frjáls félagasamtök sem stofnuð voru á Íslandi árið 2003 af fimm einstaklingum sem öll höfðu víðtæka reynslu, persónulega og starfstengda, af íslenska geðheilbrigðiskerfinu. Stofnendur félagsins höfðu það sameiginlega markmið að vilja breyta íslensku geðheilbrigðiskerfi til þess betra. Allt starf Hugarafls er uppbyggt og framkvæmt af fólki sem hefur lifaða reynslu af tilfinningalegri krísu/andlegum áskorunum og/eða af starfi þar sem unnið er á jafningjargrundvelli. 
Við leggum áherslu á að veita valdeflandi umhverfi sem styður við persónulegt bataferli fyrir einstaklinga með lifaða reynslu og aðstandendur þeirra. Sérstaða Hugarafls felst í einstaklingsbundinni nálgun og samstarfi á milli fólks með lifaða reynslu og fagfólks. Starf Hugarafls er byggt á Valdeflingar hugmyndafræði Judy Chamberlin og batahugmyndafræði Daniel Fisher (Empowerment Paradigm of Recovery, Healing and Development)
Dæmi um verkefni og hópastarf sem Hugarafl býður uppá;
Geðfræðsla fyrir nemendur á grunn-og framhaldsskóla stigi. Stuðningshópur fyrir fólk sem heyrir raddir; jafningjastuðningur; stuðningshópur fyrir aðstandendur; Hlaðvarp um geðheilsu; Jóga; Valdeflandi hópastarf fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára; Alþjóðleg samstarfsverkefni; Greinaskrif, fjölmiðla umfjallanir og innlegg í stefnumótun; Ráðstefnur, fyrirlestrar og vinnustofur; listsköpun; Sjálfsvinna og ráðgjöf. 

 

logosbeneficaireserasmusleft_en.jpg

Þetta verkefni er fjármagnað með stuðningi Erasmus + verkefni Evrópusambandsins.

 

Verkefni No: 2019-1-UK01-KA202-062036. Þessi orðsending endurspeglar aðeins skoðanir höfundar og framkvæmdastjórnin getur ekki borið ábyrgð á neinni notkun sem hægt er að nota upplýsingarnar sem þar eru.